Íslenski boltinn

Andri Ólafsson: Erum komnir í ansi djúpa holu

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. vísir/andri
Andri Ólafs: Mætum ekki til leiks

Andri Ólafsson aðstoðarþjálfari eyjamanna var ekki sáttur með sína menn eftir tap þeirra gegn Fylki í dag, 3-0. Hann sagði liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks.

„Við bara hreinlega mætum ekki nógu grimmir til leiks. Við töluðum um það fyrir leik að mæta grimmir inn í leikinn sérstaklega þar sem við vissum að þeir myndu taka svolítið hart á okkur.”

„Við bara gerum það klárlega ekki og erum bara heppnir að vera bara 2-0 undir í hálfleik.”

Andri hafði í fljótu bragði enga útskýringu á því af hverju liðið var svona slakt í byrjun leiks.

„Ekki í fljótu bragði nei. En grunnurinn í fótbolta og þá sérstaklega í hvernig við í Vestmannaeyjum viljum hafa er að leggja sig fram og berjast og koma okkur í stöður og vera með þennan grunn í lagi en það var engan veginn til staðar í dag og það er erfitt að byggja ofan á það ef grunninn vantar.”

Hann var sammála því að það er ekki gott þegar lið í fallbaráttu eins og ÍBV hefur ekki baráttu til að vinna leiki.

„Það er það klárlega og það er rosa erfitt þegar öll skilaboð og hvatning þarf að koma frá bekknum. Að menn geti ekki stigið meira upp og tekið meiri ábyrgð á því sem er að gerast. Við erum komnir í ansi djúpa holu og við fáum ekki mörg fleiri tækifæri til að koma okkur upp úr henni.”

Andri talaði um að leikmannahópurinn væri fullmótaður og þeir væru ekki að fara taka fleiri leikmenn inn í glugganum sem er opinn þessa stundina.

Hann sagði að lokum að ef liðið ætlaði að fara sækja stig þá þurfa þeir að fara leggja sig fram.

„Við þurfum í fyrsta lagi að fara leggja okkur fram. Það er í rauninni númer 1, 2 og 3 hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var frekar dapur hjá okkur en sá seinni var fínn. Við fáum færi en náum engan veginn að gera réttu hlutina upp við markið,” sagði Andri Ólafsson að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×