Íslenski boltinn

Björgvin: „Kærkomið að komast aftur á völlinn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Stefánsson
Björgvin Stefánsson vísir/ernir
Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta deildarleik með KR eftir fimm leikja bann þegar Vesturbæingar gerðu 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi Max deild karla í kvöld.„Það er mjög gott að koma til baka,“ sagði Björgvin í leikslok. „Ég náði níutíu mínútum í Evrópukeppninni og það var mjög kærkomið að komast aftur á völlinn.“Björgvin stimplaði sig inn af krafti en hann skoraði annað mark KR í leiknum.„Það er alltaf gaman að skora. Leiðinlegt að við skulum ekki hafa haldið þetta út því þá telur það ekki eins mikið, en auðvitað alltaf gott að stimpla sig inn með marki.“Það leit allt út fyrir að KR myndi bæta enn einum sigrinum við sigurgöngu sína á toppi deildarinnar þar til Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin í uppbótartíma. Hvað fór úrskeiðis þar?„Ég sá það ekki hvort við hefðum klikkað í dekkingunni, en þeir eru með rosalega marga inni á teignum, ég held það hafi verið bara allir leikmennirnir í okkar liði inni í vítateig. Örugglega einhverjir átján, nítján menn inni í teig þannig að þetta er rosa mikið kaos bara. Svo skoppar hann og þeir eru fyrstir á boltann eftir skoppið.“„Lítið við þessu að gera held ég, en við lærum af þessu.“KR hafði ekki tapað í tíu leikjum í öllum keppnum áður en þeir fengu skell í Evrópudeildinni á móti Molde. Sat sú viðureign eitthvað í KR í dag?„Nei ég held ekki. Við gerðum rosalega vel í Evrópuleiknum hérna heima, þá gerðum við vel og sýndum í rauninni mikið betri leik heldur en úti í Noregi.“„Að mínu mati var það ekkert að trufla okkur, ég held við höfum alveg verið búnir að hrista þetta slys þarna úti í Noregi af okkur,“ sagði Björgvin Stefánsson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.