Breytt löggjöf í Danmörku gerir það erfiðara fyrir hjón að skilja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:45 Breytingarnar hafa mælst fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. vísir/epa Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose. Danmörk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose.
Danmörk Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira