Breytt löggjöf í Danmörku gerir það erfiðara fyrir hjón að skilja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:45 Breytingarnar hafa mælst fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. vísir/epa Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose. Danmörk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Það er orðið erfiðara fyrir Dani að skilja nú en áður eftir að breytt skilnaðarlöggjöf tók gildi í landinu í apríl síðastliðnum. Breytingarnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá almenningi og stjórnmálamönnum, en áður en þær tóku gildi var nóg fyrir hjón að fylla út eyðublað á netinu til þess að fá skilnað í gegn. Samkvæmt breyttu löggjöfinni þurfa hjón nú að bíða í þrjá mánuði og sækja sér ráðgjöf áður en skilnaðurinn getur gengið í gegn. Eitt af markmiðum laganna er þannig að skilnaður verði sársaukaminni fyrir alla hlutaðeigandi. Skilnaðartíðni í Danmörku er ein sú hæsta í Vestur-Evrópu. Á árinu 2018 voru 15 þúsund skilnaðir í landinu á meðan 30 þúsund giftingar fóru fram. Gert Martin Hald, sálfræðingur og dósent við Kaupmannahafnarskóla, er einn af þeim sem komu að því að sníða ráðgjöfina sem verður skylda fyrir öll hjón með börn undir 18 ára aldri að mæta í ef parið vill skilja. Ráðgjöfinni er meðal annars ætlað að bæta samskipti.Á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi „Þetta snýst um að þú skiljir sjálfan þig, hvernig þú bregst við í þessum aðstæðum og hvernig börnin þín bregðast við, hvernig hægt er að komast í gegnum svona erfiðleika og hvernig hægt er að vera áfram uppalendur saman eftir skilnað. Þetta á að hjálpa til með stress, kvíða og þunglyndi og minnka þann fjölda daga sem fólk tekur sér frí frá vinnu vegna skilnaðar,“ segir Hald. Hann segir markmiðið bæði að gera skilnað ekki eins erfiðan tilfinningalega og að minnka kostnað samfélagsins af skilnuðum. Á vef Guardian er rætt við mann sem nýtti sér sambærilega ráðgjöf fyrir fjórum árum þegar hann var að ganga í gegnum skilnað. Hann segir að ráðgjöfin bjargi ekki hjónabandinu en hún hjálpi til við að sjá hluti í skýrara ljósi, einmitt þegar fólk á ef til vill erfitt með að hugsa rökrétt. Trine Schaldemose, forstöðumaður Mødrehjælpen, góðgerðarsamtaka sem aðstoða fjölskyldur, segir breytta löggjöf stórt skref fram á við. „Áður fyrr einblíndi kerfið meira á rétt foreldranna heldur en rétt barnanna. Margar ólíkar stofnanir, sem tengdust lítið innbyrðis, komu að skilnaðarmálum en þetta breytist nú,“ segir Schaldemose.
Danmörk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira