Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Grindavík 0-0 | Blikar gefa eftir í toppbaráttunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2019 21:45 Grindavík gerði enn eitt jafnteflið í kvöld. vísir/bára Blikar voru ívið betri í kvöld en tókst ekki að koma knettinum í netið, allavega ekki án þess að aðsotðardómarinn hefði lyft upp flaggi sínu. Það þarf víst til að vinna knattspyrnuleiki og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Blikar eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar en þeir eru nú heilum sjö stigum á eftir KR-ingum sem tróna á toppnum. Grindavík er á meðan í 9. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan KA sem sitja í 11. sæti. Bragðdaufur leikur þó Blikar hefðu í raun alltaf yfirhöndina Fyrri hálfleikur á Kópavogsvelli var einkar bragðdaufur þrátt fyrir að leikmenn virtust flest allir hafa farið vitlausu megin fram úr í morgun en alls fóru þrjú gult spjöld á loft á fyrstu 45 mínútum leiksins sem voru þó nokkuð prúðmannlega leiknar. Hvað varðar spilamennsku liðanna þá lágu Grindvíkingar til baka og freistuðu þess að sækja hratt. Blikar komu aðeins á óvart og byrjuðu í 4-2-3-1 leikkerfi og héldu knettinum betur innan liðs en í síðustu leikjum. Að sama skapi sköpuðu þeir sér nær engin færi en langbesta færi fyrri hálfleiksins kom þegar hálftími var liðinn. Blikar spiluðu sig þá upp vinstri vænginn þar sem Höskuldur Gunnlaugsson átti góða fyrirgjöf á Thomas Mikkelsen sem tók við knettinum með bakið í markið. Mikkelsen snéri vel yfir á hægri fótinn og átti gott innanfótarskot sem stefndi alveg út við stöng þangað til fingurgómarnir á Vladan Djogatovic blökuðu knettinum í stöng og út. Staðan því markalaus í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var nánast alveg eins. Blikar sóttu og sóttu án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Gísli Eyjólfsson kom mjög sprækur af bekknum og átti nokkur skot en fæst þeirra ógnuðu marki gestanna af einhverju viti. Vladan var eins og kóngur í ríki sínu í marki Grindavíkur og varði allt sem á markið kom ef frá er talið skot Mikkelsen á 57. mínútu en sá danski fékk þá frábæra stungusendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni inn fyrir vörn gestanna en var flaggaður rangstæður í þann mund sem knötturinn söng í netinu. Það vantaði bit í sóknarleik Blika og þá sérstaklega í föstum leikatriðum en þeir fengu aragrúa hornspyrna í síðari hálfleik. Engin þeirra skapaði þó mikinn usla. Markalaust jafntefli því niðurstaðan.Af hverju varð jafntefli? Af því vörn Grindavíkur er vel mönnuð og vel skipulögð ásamt því að Vladan Djogatovic er enginn aukvisi í markinu. Að sama skapi eru Blikar hálf bitlausir fram á við þessa dagana og tókst því ekki að skapa sér nægilega opin færi í dag. Þá ógnuðu Grindvíkingar lítið lauk leiknum því með jafntefli.Hverjir stóðu upp úr? Vladan var maður leiksins án vafa en varnarlína Grindavíkur átti líka hörkuleik. Þá var samvinna Höskuldar Gunnlaugssonar og Davíðs Ingvarssonar á vinstri væng Breiðabliks skemmtileg í fyrri hálfleik en fóru þeir oft á tíðum illa með Grindavík. Það kom því smá á óvart að þeir skyldu báðir vera teknir út af í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða.Hvað gerist næst? Blikar heimsækja Víkina og mæta þar spræku liði Víkinga eftir slétta viku. Deginum áður, á sunnudaginn þar að segja, koma Eyjamenn í heimsókn í Grindavík.Gunnar Þorsteinsson.vísir/daníelGunnar: Leið á löngum köflum eins og boxara sem væri verið að lúskra á hægri vinstri „Mér leið á löngum köflum í seinni hálfleik eins og boxari sem væri verið að lúskra á hægri vinstri og væri kominn með bakið upp við netið. Þetta var klárlega unnið stig þegar uppi var staðið en það er rosalega erfitt að spila við þá,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um sín fyrstu viðbrögð eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Grindavíkur á Kópavogsvelli í kvöld. Gunnar kvaðst nokkuð sáttur með niðurstöðu kvöldsins: „Við erum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni svo hvert stig er rosalega dýrmætt þannig að heild yfir getum við verið nokkuð sáttir þar sem þeir fengu klárlega betri færi en við í kvöld.“ Gunnar var spurður aðeins út í þann langa tíma sem hefur liðið án þess að Grindavík hefur unnið knattspyrnuleik og hvort það væri farið að setjast á leikmenn liðsins: „Það er núna tveir mánuðir og tveir dagar, þetta er bara eins og hjá ölkunum. En ég veit ekki hvort það sitji eitthvað í okkur. Við erum rosalega öruggir varnarlega en erum í smá brasi með að skapa okkur færi og mögulega afturför í dag en hrós til Blikanna, það er mjög erfitt að spila á móti þeim hérna. Þú skapar fá færi og verður að nýta þau færi sem þú færð.“ „Við erum með bakið upp við vegg og erum að berjast fyrir lífi okkar. Það er langt síðan við unnum en það er líka þokkalega langt síðan við höfum tapað. Það er erfitt að leggja okkur af velli og það verður að vera okkar aðalsmerki,“ sagði Gunnar að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið en Grindavík er aðeins einu stigi frá fallsæti. Pepsi Max-deild karla
Blikar voru ívið betri í kvöld en tókst ekki að koma knettinum í netið, allavega ekki án þess að aðsotðardómarinn hefði lyft upp flaggi sínu. Það þarf víst til að vinna knattspyrnuleiki og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Blikar eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar en þeir eru nú heilum sjö stigum á eftir KR-ingum sem tróna á toppnum. Grindavík er á meðan í 9. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan KA sem sitja í 11. sæti. Bragðdaufur leikur þó Blikar hefðu í raun alltaf yfirhöndina Fyrri hálfleikur á Kópavogsvelli var einkar bragðdaufur þrátt fyrir að leikmenn virtust flest allir hafa farið vitlausu megin fram úr í morgun en alls fóru þrjú gult spjöld á loft á fyrstu 45 mínútum leiksins sem voru þó nokkuð prúðmannlega leiknar. Hvað varðar spilamennsku liðanna þá lágu Grindvíkingar til baka og freistuðu þess að sækja hratt. Blikar komu aðeins á óvart og byrjuðu í 4-2-3-1 leikkerfi og héldu knettinum betur innan liðs en í síðustu leikjum. Að sama skapi sköpuðu þeir sér nær engin færi en langbesta færi fyrri hálfleiksins kom þegar hálftími var liðinn. Blikar spiluðu sig þá upp vinstri vænginn þar sem Höskuldur Gunnlaugsson átti góða fyrirgjöf á Thomas Mikkelsen sem tók við knettinum með bakið í markið. Mikkelsen snéri vel yfir á hægri fótinn og átti gott innanfótarskot sem stefndi alveg út við stöng þangað til fingurgómarnir á Vladan Djogatovic blökuðu knettinum í stöng og út. Staðan því markalaus í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var nánast alveg eins. Blikar sóttu og sóttu án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Gísli Eyjólfsson kom mjög sprækur af bekknum og átti nokkur skot en fæst þeirra ógnuðu marki gestanna af einhverju viti. Vladan var eins og kóngur í ríki sínu í marki Grindavíkur og varði allt sem á markið kom ef frá er talið skot Mikkelsen á 57. mínútu en sá danski fékk þá frábæra stungusendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni inn fyrir vörn gestanna en var flaggaður rangstæður í þann mund sem knötturinn söng í netinu. Það vantaði bit í sóknarleik Blika og þá sérstaklega í föstum leikatriðum en þeir fengu aragrúa hornspyrna í síðari hálfleik. Engin þeirra skapaði þó mikinn usla. Markalaust jafntefli því niðurstaðan.Af hverju varð jafntefli? Af því vörn Grindavíkur er vel mönnuð og vel skipulögð ásamt því að Vladan Djogatovic er enginn aukvisi í markinu. Að sama skapi eru Blikar hálf bitlausir fram á við þessa dagana og tókst því ekki að skapa sér nægilega opin færi í dag. Þá ógnuðu Grindvíkingar lítið lauk leiknum því með jafntefli.Hverjir stóðu upp úr? Vladan var maður leiksins án vafa en varnarlína Grindavíkur átti líka hörkuleik. Þá var samvinna Höskuldar Gunnlaugssonar og Davíðs Ingvarssonar á vinstri væng Breiðabliks skemmtileg í fyrri hálfleik en fóru þeir oft á tíðum illa með Grindavík. Það kom því smá á óvart að þeir skyldu báðir vera teknir út af í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða.Hvað gerist næst? Blikar heimsækja Víkina og mæta þar spræku liði Víkinga eftir slétta viku. Deginum áður, á sunnudaginn þar að segja, koma Eyjamenn í heimsókn í Grindavík.Gunnar Þorsteinsson.vísir/daníelGunnar: Leið á löngum köflum eins og boxara sem væri verið að lúskra á hægri vinstri „Mér leið á löngum köflum í seinni hálfleik eins og boxari sem væri verið að lúskra á hægri vinstri og væri kominn með bakið upp við netið. Þetta var klárlega unnið stig þegar uppi var staðið en það er rosalega erfitt að spila við þá,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur um sín fyrstu viðbrögð eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Grindavíkur á Kópavogsvelli í kvöld. Gunnar kvaðst nokkuð sáttur með niðurstöðu kvöldsins: „Við erum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni svo hvert stig er rosalega dýrmætt þannig að heild yfir getum við verið nokkuð sáttir þar sem þeir fengu klárlega betri færi en við í kvöld.“ Gunnar var spurður aðeins út í þann langa tíma sem hefur liðið án þess að Grindavík hefur unnið knattspyrnuleik og hvort það væri farið að setjast á leikmenn liðsins: „Það er núna tveir mánuðir og tveir dagar, þetta er bara eins og hjá ölkunum. En ég veit ekki hvort það sitji eitthvað í okkur. Við erum rosalega öruggir varnarlega en erum í smá brasi með að skapa okkur færi og mögulega afturför í dag en hrós til Blikanna, það er mjög erfitt að spila á móti þeim hérna. Þú skapar fá færi og verður að nýta þau færi sem þú færð.“ „Við erum með bakið upp við vegg og erum að berjast fyrir lífi okkar. Það er langt síðan við unnum en það er líka þokkalega langt síðan við höfum tapað. Það er erfitt að leggja okkur af velli og það verður að vera okkar aðalsmerki,“ sagði Gunnar að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið en Grindavík er aðeins einu stigi frá fallsæti.
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum