Erlent

Fundu franskan kafbát sem hafði verið saknað í 51 ár

Birgir Olgeirsson skrifar
Franski kafbáturinn Minerve.
Franski kafbáturinn Minerve. Vísir/Getty

Franskur kafbátur, sem hafði verið saknað í hálfa öld, komst í leitirnar fyrir skemmstu. Varnarmálaráðherra Frakka, Florence Parly, tilkynnti þetta á Twitter fyrr í dag en hann sagði fundinn vera mikinn létti sem og tæknilegt afrek.

Fimmtíu og tveir voru í áhöfn kafbátsins Minerve sem hvarf nærri höfn Toulon á suðurströnd Frakklands í janúar árið 1968.

Frönsk yfirvöld höfðu áður leitað kafbátsins en án árangurs.

Parly tilkynnti fyrr á árinu að leit yrði hafin að nýju en aðstandendur þeirra sem skipuðu áhöfn bátsins höfðu farið fram á það.

Sagði Parly að hugur sinn væri hjá fjölskyldum þeirra sem fórust með Minerve þegar hann tilkynnti um fundinn fyrr í dag.

Hópurinn sem stóð fyrir leitinni greindi gögn frá slysinu, þar á meðal hvernig öldurnar voru á þeim tíma, til að reyna að finna út hvar flak kafbátsins er.

AFP greinir frá því að áhöfn báts, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins Ocean Infinity, hafi fundið flakið.

Fannst kafbáturinn 45 kílómetra út frá Toulon á 2.370 metra dýpi.

Enn í dag liggja orsök slyssins, sem varð þess valdandi að kafbáturinn fórst, ekki fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.