Ísrael rífur niður palestínsk heimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 17:52 Ísraelskar öryggissveitir rífa niður hús í austurhluta Jerúsalem. getty/Wisam Hashlamoun Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00