Enski boltinn

Lampard stýrði Chelsea til sigurs á móti Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tammy Abraham fagnar hér marki sínu með þeim Christian Pulisic og Mason Mount.
Tammy Abraham fagnar hér marki sínu með þeim Christian Pulisic og Mason Mount. Getty/Atsushi Tomura

Chelsea vann 2-1 sigur á Barcelona í æfingarleik í Japan í dag og Frank Lampard er því þegar farinn að stýra liðinu til sigurs á móti stórliðum Evrópu.

Mörk Chelsea í leiknum skoruðu þeir Tammy Abraham og Ross Barkley. Barcelona minnkaði muninn undir lokin með flottu marki Ivan Rakitic.

Antoine Griezmann lék þarna sinn fyrsta leik með Barcelona en þetta var fyrsti leikur spænska liðsins á undirbúningstímabilinu.Frank Lampard tók við Chelsea liðinu í sumar og þetta var fjórði leikur liðsins á undirbúningstímabilinu. Chelse hafði áður unnið írska liðið St Patrick's Athletic, gert jafntefli við írska liðið Bohemians og tapað fyrir japanska liðinu Kawasaki Frontale.

Chelsea liðið lítur vel út undir stjórn Lampard. Mason Mount og Christian Pulisic voru báðir að gera góða hluti og það var gott fyrir Tammy Abraham að finna markaskóna sína.

Tammy Abraham kom Chelsea í 1-0 á 35. mínútu og bætti fyrir dauðafæri sem hann klúðraði áður í leiknum. Jorginho vann boltann og hann fór inn í hlaupaleið Abraham og nía nían hjá Chelsea skoraði af yfirvegun.

Barcelona byrjaði seinni hálfleikinn vel en náði ekki að nýta sér það með marki. Chelsea hélt forystunni og bætti síðan við marki.

Ross Barkley skoraði seinna markið á 81. mínútu þegar hann skoraði með lúmsku og hnitmiðuðu skoti af vítateigslínunni.

Ivan Rakitic minnkaði muninn fyrir Barcelona í uppbótatíma með frábæru skoti af löngu færi.

Chelsea mætir Reading um næstu helgi og svo á liðið eftir að spila við Red Bull Salzburg og Borussia Mönchengladbach á þessu undirbúningstímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.