Íslenski boltinn

„Veit ekki hversu mikið umburðarlyndi er fyrir þessum árangri hjá FH“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla með 19 stig eftir 13 umferðir.
FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla með 19 stig eftir 13 umferðir. vísir/bára

Rætt var um stöðu Ólafs Kristjánsson, þjálfara FH, í Pepsi Max-mörkunum í gær. FH-ingar töpuðu fyrir HK-ingum í Kórnum, 2-0, og frammistaða liðsins var þess eðlis að Ólafur bað stuðningsmenn FH afsökunar á henni eftir leik.

„Ólafur er algjör knattspyrnusérfræðingur og ég fer seint að kenna honum hvernig eigi að gera hlutina,“ sagði Þorkell Máni Pétursson í Pepsi Max-mörkunum.

„En það er stundum með menn sem spá mikið í fótbolta og eru með sérstaka gáfu, sem Ólafur er alveg með, að þeir eiga það til að ofhugsa hlutina. Í staðinn fyrir að keyra á þessu liði og látum þetta ganga. Á tíma í sumar fannst mér FH vera með á hreinu hvernig fótbolta þeir ætluðu að spila en þetta gerðist of hægt. Síðan hafa þeir farið út úr því.“

Fyrir leikinn gegn HK í kvöld var FH búið að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og gera eitt jafntefli. Þá rúlluðu FH-ingar yfir Grindvíkinga, 7-1, í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Í gær var hins vegar ekki að sjá að sjálfstraustið í FH-liðinu væri mikið.

„Ég þekki ekki hvernig staða Ólafs hjá FH er, hvort hann er með stjórnina á bak við sig. En þetta virðist vera annað vonbrigðatímabilið í röð hjá FH. Ég veit ekki hversu mikið umburðarlyndi er fyrir þessum árangri í Hafnarfirði,“ sagði Hallbera Gísladóttir.

Þrátt fyrir allt er Máni á því að FH eigi að halda tryggð við Ólaf.

„Hann á ekki alla þessa leikmenn. Hann er búinn að byggja upp lið í 18 mánuði og það eru þjálfarar í þessari deild með töluvert verri árangur og verið lengur með liðin sín,“ sagði Ólafur.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Staða Ólafs hjá FH
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.