Ólafur: Bið stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2019 21:37 Ólafur var afar óhress með frammistöðu sinna manna. vísir/bára „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00