Íslenski boltinn

„Veit ekki hversu mikið umburðarlyndi er fyrir þessum árangri hjá FH“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla með 19 stig eftir 13 umferðir.
FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla með 19 stig eftir 13 umferðir. vísir/bára
Rætt var um stöðu Ólafs Kristjánsson, þjálfara FH, í Pepsi Max-mörkunum í gær. FH-ingar töpuðu fyrir HK-ingum í Kórnum, 2-0, og frammistaða liðsins var þess eðlis að Ólafur bað stuðningsmenn FH afsökunar á henni eftir leik.

„Ólafur er algjör knattspyrnusérfræðingur og ég fer seint að kenna honum hvernig eigi að gera hlutina,“ sagði Þorkell Máni Pétursson í Pepsi Max-mörkunum.

„En það er stundum með menn sem spá mikið í fótbolta og eru með sérstaka gáfu, sem Ólafur er alveg með, að þeir eiga það til að ofhugsa hlutina. Í staðinn fyrir að keyra á þessu liði og látum þetta ganga. Á tíma í sumar fannst mér FH vera með á hreinu hvernig fótbolta þeir ætluðu að spila en þetta gerðist of hægt. Síðan hafa þeir farið út úr því.“

Fyrir leikinn gegn HK í kvöld var FH búið að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og gera eitt jafntefli. Þá rúlluðu FH-ingar yfir Grindvíkinga, 7-1, í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Í gær var hins vegar ekki að sjá að sjálfstraustið í FH-liðinu væri mikið.

„Ég þekki ekki hvernig staða Ólafs hjá FH er, hvort hann er með stjórnina á bak við sig. En þetta virðist vera annað vonbrigðatímabilið í röð hjá FH. Ég veit ekki hversu mikið umburðarlyndi er fyrir þessum árangri í Hafnarfirði,“ sagði Hallbera Gísladóttir.

Þrátt fyrir allt er Máni á því að FH eigi að halda tryggð við Ólaf.

„Hann á ekki alla þessa leikmenn. Hann er búinn að byggja upp lið í 18 mánuði og það eru þjálfarar í þessari deild með töluvert verri árangur og verið lengur með liðin sín,“ sagði Ólafur.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Staða Ólafs hjá FH
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×