Enski boltinn

Shaw: „Tímabilið var svo lélegt það eyðilagði sumarfríið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luke Shaw gat reynt að laga sumarfrísminningarnar þegar slegið var á léttari strengi á undirbúningstímabilinu á dögunum
Luke Shaw gat reynt að laga sumarfrísminningarnar þegar slegið var á léttari strengi á undirbúningstímabilinu á dögunum vísir/getty

Tímabilið hjá Manchester United síðasta vetur var svo slæmt að það eyðilagði sumarfríið hjá enska bakverðinum Luke Shaw.

Shaw er leikmaður United og var hann á tímum síðasta vetur einn af fáum sem fékk hrós fyrir frammistöður sínar. Hann gat þó ekki komið í veg fyrir að liðið endaði í sjötta sæti, titlalaust og ekki í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

Leikmenn United voru komnir í sumarfrí þegar ensku úrvalsdeildinni lauk á meðan hin stóru liðin kepptu um titla. Manchester City var í bikarúrslitum, Chelsea og Arsenal kepptu um Evrópudeildina og Liverpool og Tottenham spiluðu til úrslita í Meistaradeild Evrópu.

„Það var erfitt fyrir okkur að kyngja þessu og við gátum ekki notið sumarfrísins,“ sagði Shaw.

„Það lét okkur líða enn verr að í báðum úrslitaleikjunum voru bæði liðin frá Englandi. Síðasta tímabil var hrikaleg vonbrigði og það voru vonbrigði að horfa upp á hin liðin ná árangri á meðan við vorum komnir í frí.“

Shaw er kominn aftur á fullt með Manchester United á undirbúningstímabilinu og segir hann mikinn hug í liðsmönnum að gera betur næsta vetur.

„Við erum allir einbeittir á það að koma Manchester United aftur á þann stall sem liðið á heima á.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.