HK-ingur inn að hjartarótum Benedikt Bóas skrifar 24. júlí 2019 11:00 Valgeir fyrir utan Kórinn með nokkra af drengjunum sem voru hjá honum á æfingum. Nánast alla dreymir um að feta í fótspor hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, hefur farið mikinn í liðinu. Hann stefnir hátt en er þó með báða fæturna á jörðinni. Hann er gríðarlega vinsæll meðal iðkenda HK sem hann þjálfar og nýtur þess að þjálfa hjá félaginu sem hann elskar. Auðvitað þýðir ekkert að slá slöku við. Maður þarf að sinna sínum störfum hér í HK,“ segir Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, en hann er aðeins 16 ára gamall og hefur slegið í gegn í sumar. Hann hefur spilað 11 leiki og skorað tvö mörk. Guttinn krækti svo í víti gegn FH á mánudag eftir að hafa sólað nánast hálft FH-liðið upp úr skónum. Guðmann Þórisson, varnarbuff FH, kippti löppunum undan honum og er trúlega enn að snúast í hringi inn í teignum eftir hreyfingu Valgeirs. Guðmann, sem mótmælir yfirleitt öllu, hvort sem það er tilefni til þess eða ekki reyndi ekki einu sinni að malda í móinn yfir dómi Þorvaldar Árnasonar sem hélt um flautuna. Valgeir svífur þó ekki um á bleiku skýi. Hann er jarðbundinn drengur sem var mættur til að sinna fótboltaskóla HK þar sem hann er gríðarlega vinsæll meðal iðkenda. Einn bað hann meira að segja, þegar Valgeir var búinn með æfinguna og á leið í viðtalið, að fresta för sinni í atvinnumennsku svo að þeir gætu spilað saman í HK. „Á undirbúningstímabilinu fékk ég nokkra leiki. Byrjaði tvo leiki og kom inn á í nánast hverjum leik. Svo fór ég á fund fyrir tímabilið með Brynjari Birni, þjálfara, og hann lofaði að ég myndi fá einhverjar mínútur. Ég tók því fegins hendi. Ég spilaði með öðrum flokki og reyndi að sanna mig þar líka til að Brynjar og Viktor Bjarki, aðstoðarþjálfari, gætu ekki litið fram hjá mér. Ég kom inn á gegn Víkingi og byrjaði á móti ÍA og alveg frá fyrstu mínútu var ég staðráðinn í að halda mér í liðinu. Að æfa aukalega og æfa af krafti og hafa trú á mér hefur skilað mér hingað finnst mér.“Mamma tók mataræðið í gegn Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára er Valgeir búinn að taka mataræði sitt algerlega í gegn. Móður hans leyst ekkert á blikuna og tók guttann á beinið. „Ég borðaði ekkert hollt í fjórða og þriðja flokki en mamma tók í mig og fór að láta mig borða hollara fæði. Ég hef fylgt því og mér finnst það hafa skilað miklu. Ég er í miklu betra formi eftir að ég fór að hlusta á mömmu,“ segir hann hress. Hann segir einnig að hann sé yfirleitt mættur fyrr á aukaæfingar og noti enn tvær æfingar til að rekja boltann sem hann lærði í fjórða flokki. „Það er líka að skila sér. Ég er með æfingar sjálfur sem ég geri. Ég er að notast við æfingar sem Arnar Hallsson, núverandi þjálfari Aftureldingar, kenndi mér í fjórða flokki. Ég nota þær stöðugt.“ Viðureign Valgeirs og reynsluboltans Davíðs Þórs Viðarssonar vakti athygli í leiknum gegn FH en Davíð þurfti að grafa djúpt í reynslubankann til að reyna að skáka drengnum. „Ég hafði gaman af þessu. Ég er svolítið svona leikmaður og núna þegar maður er kominn með meira sjálfstraust í meistaraflokki þá þýðir ekkert annað en að rífa kjaft við þessa gæja. Láta finna aðeins fyrir sér og pirra þá. Ég fylgist vel með fótbolta og veit vel hver Davíð er og þetta var skemmtileg viðureign. Ef maður ætlar að ná langt í fótbolta þá þarf að stríða þeim aðeins. Það þýðir ekkert að vera bara inni á vellinum og láta valta yfir sig heldur þarftu að sýna hvað í þér býr.“FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIRMikið breyst eftir fyrsta markið Valgeir er alinn upp nálægt Fagralundi og bróðir hans þótti efnilegur knattspyrnumaður sjálfur. Hann segist vera mikill HK-ingur og styðji liðið í blíðu og stríðu. „Ég er HK-ingur fyrst og fremst og er ekkert að fara breyta um lið enda mikill HK-ingur í hjartanu þó fjölskyldan sé lítið í íþróttum. Bróðir minn var reyndar geggjaður í fótbolta en valdi lögfræðina. Elsti bróðir minn er lærður kvikmyndatökumaður og stjórnmálafræðingur, mamma er táknmálstúlkur og pabbi er bifreiðasmiður. Á milli leikja þjálfar Valgeir í knattspyrnuskóla HK. Þar finnst honum gott að vera og strákarnir sem voru á æfingu þegar Fréttablaðið bar að garði vildu allir verða eins og hann. Feta í sömu fótspor. „Eftir markið gegn ÍA fóru allir að þekkja mig og sýna mér virðingu. Það er mjög skemmtilegt. Þeir eru spenntir að sjá mig í fleiri leikjum og spyrja mikið um liðið og hvort ég sé ekki að fara að byrja og fleira. Þeir eru glaðir að sjá mig koma á æfingar. Ég þekki líka marga í stúkunni þegar ég er að klappa fyrir áhorfendum eftir leiki. Þetta er alveg pínu skrýtið en samt skemmtilegt.“Liggur ekkert á Valgeir hefur verið orðaður við hin og þessi lið að undanförnu en hann er sjálfur ekkert að drífa sig burt. „Ég er orðinn partur af liði í efstu deild og er á mjög góðum stað í HK. Ég er hjá Total Football, þeir eru að sjá um mín mál en ég er ekkert að drífa mig. Hér er ég að spila með stóru strákunum og æfa undir handleiðslu þeirra Brynjars og Viktors. Það er gott að hafa þá og Brynjar hefur verið okkur innan handar með næstu skref. Hann hefur hjálpað mér að einbeita mér að deildinni og setja fókusinn á hana en ekki á næstu skref. Enda liggur ekkert á.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, hefur farið mikinn í liðinu. Hann stefnir hátt en er þó með báða fæturna á jörðinni. Hann er gríðarlega vinsæll meðal iðkenda HK sem hann þjálfar og nýtur þess að þjálfa hjá félaginu sem hann elskar. Auðvitað þýðir ekkert að slá slöku við. Maður þarf að sinna sínum störfum hér í HK,“ segir Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, en hann er aðeins 16 ára gamall og hefur slegið í gegn í sumar. Hann hefur spilað 11 leiki og skorað tvö mörk. Guttinn krækti svo í víti gegn FH á mánudag eftir að hafa sólað nánast hálft FH-liðið upp úr skónum. Guðmann Þórisson, varnarbuff FH, kippti löppunum undan honum og er trúlega enn að snúast í hringi inn í teignum eftir hreyfingu Valgeirs. Guðmann, sem mótmælir yfirleitt öllu, hvort sem það er tilefni til þess eða ekki reyndi ekki einu sinni að malda í móinn yfir dómi Þorvaldar Árnasonar sem hélt um flautuna. Valgeir svífur þó ekki um á bleiku skýi. Hann er jarðbundinn drengur sem var mættur til að sinna fótboltaskóla HK þar sem hann er gríðarlega vinsæll meðal iðkenda. Einn bað hann meira að segja, þegar Valgeir var búinn með æfinguna og á leið í viðtalið, að fresta för sinni í atvinnumennsku svo að þeir gætu spilað saman í HK. „Á undirbúningstímabilinu fékk ég nokkra leiki. Byrjaði tvo leiki og kom inn á í nánast hverjum leik. Svo fór ég á fund fyrir tímabilið með Brynjari Birni, þjálfara, og hann lofaði að ég myndi fá einhverjar mínútur. Ég tók því fegins hendi. Ég spilaði með öðrum flokki og reyndi að sanna mig þar líka til að Brynjar og Viktor Bjarki, aðstoðarþjálfari, gætu ekki litið fram hjá mér. Ég kom inn á gegn Víkingi og byrjaði á móti ÍA og alveg frá fyrstu mínútu var ég staðráðinn í að halda mér í liðinu. Að æfa aukalega og æfa af krafti og hafa trú á mér hefur skilað mér hingað finnst mér.“Mamma tók mataræðið í gegn Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára er Valgeir búinn að taka mataræði sitt algerlega í gegn. Móður hans leyst ekkert á blikuna og tók guttann á beinið. „Ég borðaði ekkert hollt í fjórða og þriðja flokki en mamma tók í mig og fór að láta mig borða hollara fæði. Ég hef fylgt því og mér finnst það hafa skilað miklu. Ég er í miklu betra formi eftir að ég fór að hlusta á mömmu,“ segir hann hress. Hann segir einnig að hann sé yfirleitt mættur fyrr á aukaæfingar og noti enn tvær æfingar til að rekja boltann sem hann lærði í fjórða flokki. „Það er líka að skila sér. Ég er með æfingar sjálfur sem ég geri. Ég er að notast við æfingar sem Arnar Hallsson, núverandi þjálfari Aftureldingar, kenndi mér í fjórða flokki. Ég nota þær stöðugt.“ Viðureign Valgeirs og reynsluboltans Davíðs Þórs Viðarssonar vakti athygli í leiknum gegn FH en Davíð þurfti að grafa djúpt í reynslubankann til að reyna að skáka drengnum. „Ég hafði gaman af þessu. Ég er svolítið svona leikmaður og núna þegar maður er kominn með meira sjálfstraust í meistaraflokki þá þýðir ekkert annað en að rífa kjaft við þessa gæja. Láta finna aðeins fyrir sér og pirra þá. Ég fylgist vel með fótbolta og veit vel hver Davíð er og þetta var skemmtileg viðureign. Ef maður ætlar að ná langt í fótbolta þá þarf að stríða þeim aðeins. Það þýðir ekkert að vera bara inni á vellinum og láta valta yfir sig heldur þarftu að sýna hvað í þér býr.“FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIRMikið breyst eftir fyrsta markið Valgeir er alinn upp nálægt Fagralundi og bróðir hans þótti efnilegur knattspyrnumaður sjálfur. Hann segist vera mikill HK-ingur og styðji liðið í blíðu og stríðu. „Ég er HK-ingur fyrst og fremst og er ekkert að fara breyta um lið enda mikill HK-ingur í hjartanu þó fjölskyldan sé lítið í íþróttum. Bróðir minn var reyndar geggjaður í fótbolta en valdi lögfræðina. Elsti bróðir minn er lærður kvikmyndatökumaður og stjórnmálafræðingur, mamma er táknmálstúlkur og pabbi er bifreiðasmiður. Á milli leikja þjálfar Valgeir í knattspyrnuskóla HK. Þar finnst honum gott að vera og strákarnir sem voru á æfingu þegar Fréttablaðið bar að garði vildu allir verða eins og hann. Feta í sömu fótspor. „Eftir markið gegn ÍA fóru allir að þekkja mig og sýna mér virðingu. Það er mjög skemmtilegt. Þeir eru spenntir að sjá mig í fleiri leikjum og spyrja mikið um liðið og hvort ég sé ekki að fara að byrja og fleira. Þeir eru glaðir að sjá mig koma á æfingar. Ég þekki líka marga í stúkunni þegar ég er að klappa fyrir áhorfendum eftir leiki. Þetta er alveg pínu skrýtið en samt skemmtilegt.“Liggur ekkert á Valgeir hefur verið orðaður við hin og þessi lið að undanförnu en hann er sjálfur ekkert að drífa sig burt. „Ég er orðinn partur af liði í efstu deild og er á mjög góðum stað í HK. Ég er hjá Total Football, þeir eru að sjá um mín mál en ég er ekkert að drífa mig. Hér er ég að spila með stóru strákunum og æfa undir handleiðslu þeirra Brynjars og Viktors. Það er gott að hafa þá og Brynjar hefur verið okkur innan handar með næstu skref. Hann hefur hjálpað mér að einbeita mér að deildinni og setja fókusinn á hana en ekki á næstu skref. Enda liggur ekkert á.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira