Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:45 Fjölskylda kælir sig í Labenne í suðvesturhluta Frakklands þar sem hitinn fór í 40 gráður í gær. AP/Bob Edme Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu. Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu.
Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24