Enski boltinn

Manchester United gefur Inter sjö daga frest til þess að kaupa Lukaku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku með United í Bandaríkjunum.
Lukaku með United í Bandaríkjunum. vísir/getty
Manchester United hefur gefið Inter Milan sjö daga frest til þess að borga þær 75 milljónir punda sem félagið vill fá fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku.Inter hefur reynt í allt sumar að klófesta Lukaku og stjóri Inter, Antonio Conte, sem tók við liðinu í sumar er með Belgann efstan á óskalista sínum.Nú hefur Manchester United sett Inter frest. Vilji þeir fá framherjann verði þeir að borga uppsett verð, 75 milljónir punda, á næstu sjö dögum, annars verður Lukaku ekki til sölu.Þennan frest gefur United ítalska félaginu svo þeir nái að kaupa nýjan framherja yfirgefi Lukaku United en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar 8. ágúst.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.