Lið Gylfa sagt vera að bjóða sextíu milljónir og leikmann að auki fyrir Zaha Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:30 Wilfried Zaha í leik á móti Everton í apríl síðastliðnum. Getty/Warren Little Everton hefur mikinn áhuga á að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace og „stela“ honum frá Arsenal sem hefur verið á eftir þessum öfluga leikmanni í allt sumar. Blaðamaður Telegraph hefur heimildir fyrir því að Everton ætli að bjóða Crystal Palace 60 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha og tyrkneska framherjann Cenk Tosun auki. Palace-menn hafa sýnt Tyrkjanum áhuga. Verði þessi kaup að veruleika þá myndi Gylfi Þór Sigurðsson ekki vera lengur dýrasti leikmaður Everton á upphafi en þeim titli hefur íslenski landsliðsmaðurinn haldið síðan í september 2017. Wilfried Zaha er 26 ára gamall og kom aftur til Crystal Palace frá Manchester United í ágúst 2014, fyrst á láni en Palace keypti hann síðan í byrjun febrúar 2015. United hafði keypt Zaha frá Palce sumarið 2013. Zaha átti mjög gott tímabil með Crystal Palace síðasta vetur og var þá með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum. Hann spilaði síðan með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.Exclusive: Everton want Wilfried Zaha and are willing to pay £60m plus Cenk Tosun but fear missing out to Chelsea https://t.co/eeWdLaeMXE — Telegraph Football (@TeleFootball) July 25, 2019 Í frétt Telegraph er einnig sagt frá plönum Chelsea um að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace um leið og félagið losnar úr félagsskiptabanninu sínu næsta sumar. Chelsea hefur áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins en mestar líkur eru á því að félagið megi ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er líklegt að Crystal Palace sætti sig alveg við það að bíða í eitt ár með að selja stjörnuleikmann sinn og að Wilfired Zaha spili þá á Selhurst Park á komandi tímabili. Palace gæti einnig aukið líkur sínar á að fá Michy Batshuayi frá Chelsea sem var á láni hjá Palace á síðasta tímabili. Það gæti líka ekki verið auðvelt að sannfæra Wilfried Zaha sjálfan um að Everton sé rétta félagið fyrir hann. Zaha hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast til félags sem hann trúir að muni keppa í Meistaradeildinni í framtíðinni. Chelsea og Arsenal standa þar framar en Everton. Arsenal hefur ekki fundið peninga til að borga uppsett verð sem eru 80 milljónir punda en Chelsea ætti að fara „létt“ með það ef það losnar úr banninu. Hvort Everton takist að stela Wilfried Zaha á meðan verður að koma í ljós en Everton er tilbúið að gera Zaha að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Everton hefur mikinn áhuga á að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace og „stela“ honum frá Arsenal sem hefur verið á eftir þessum öfluga leikmanni í allt sumar. Blaðamaður Telegraph hefur heimildir fyrir því að Everton ætli að bjóða Crystal Palace 60 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha og tyrkneska framherjann Cenk Tosun auki. Palace-menn hafa sýnt Tyrkjanum áhuga. Verði þessi kaup að veruleika þá myndi Gylfi Þór Sigurðsson ekki vera lengur dýrasti leikmaður Everton á upphafi en þeim titli hefur íslenski landsliðsmaðurinn haldið síðan í september 2017. Wilfried Zaha er 26 ára gamall og kom aftur til Crystal Palace frá Manchester United í ágúst 2014, fyrst á láni en Palace keypti hann síðan í byrjun febrúar 2015. United hafði keypt Zaha frá Palce sumarið 2013. Zaha átti mjög gott tímabil með Crystal Palace síðasta vetur og var þá með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum. Hann spilaði síðan með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.Exclusive: Everton want Wilfried Zaha and are willing to pay £60m plus Cenk Tosun but fear missing out to Chelsea https://t.co/eeWdLaeMXE — Telegraph Football (@TeleFootball) July 25, 2019 Í frétt Telegraph er einnig sagt frá plönum Chelsea um að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace um leið og félagið losnar úr félagsskiptabanninu sínu næsta sumar. Chelsea hefur áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins en mestar líkur eru á því að félagið megi ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er líklegt að Crystal Palace sætti sig alveg við það að bíða í eitt ár með að selja stjörnuleikmann sinn og að Wilfired Zaha spili þá á Selhurst Park á komandi tímabili. Palace gæti einnig aukið líkur sínar á að fá Michy Batshuayi frá Chelsea sem var á láni hjá Palace á síðasta tímabili. Það gæti líka ekki verið auðvelt að sannfæra Wilfried Zaha sjálfan um að Everton sé rétta félagið fyrir hann. Zaha hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast til félags sem hann trúir að muni keppa í Meistaradeildinni í framtíðinni. Chelsea og Arsenal standa þar framar en Everton. Arsenal hefur ekki fundið peninga til að borga uppsett verð sem eru 80 milljónir punda en Chelsea ætti að fara „létt“ með það ef það losnar úr banninu. Hvort Everton takist að stela Wilfried Zaha á meðan verður að koma í ljós en Everton er tilbúið að gera Zaha að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira