Lið Gylfa sagt vera að bjóða sextíu milljónir og leikmann að auki fyrir Zaha Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:30 Wilfried Zaha í leik á móti Everton í apríl síðastliðnum. Getty/Warren Little Everton hefur mikinn áhuga á að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace og „stela“ honum frá Arsenal sem hefur verið á eftir þessum öfluga leikmanni í allt sumar. Blaðamaður Telegraph hefur heimildir fyrir því að Everton ætli að bjóða Crystal Palace 60 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha og tyrkneska framherjann Cenk Tosun auki. Palace-menn hafa sýnt Tyrkjanum áhuga. Verði þessi kaup að veruleika þá myndi Gylfi Þór Sigurðsson ekki vera lengur dýrasti leikmaður Everton á upphafi en þeim titli hefur íslenski landsliðsmaðurinn haldið síðan í september 2017. Wilfried Zaha er 26 ára gamall og kom aftur til Crystal Palace frá Manchester United í ágúst 2014, fyrst á láni en Palace keypti hann síðan í byrjun febrúar 2015. United hafði keypt Zaha frá Palce sumarið 2013. Zaha átti mjög gott tímabil með Crystal Palace síðasta vetur og var þá með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum. Hann spilaði síðan með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.Exclusive: Everton want Wilfried Zaha and are willing to pay £60m plus Cenk Tosun but fear missing out to Chelsea https://t.co/eeWdLaeMXE — Telegraph Football (@TeleFootball) July 25, 2019 Í frétt Telegraph er einnig sagt frá plönum Chelsea um að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace um leið og félagið losnar úr félagsskiptabanninu sínu næsta sumar. Chelsea hefur áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins en mestar líkur eru á því að félagið megi ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er líklegt að Crystal Palace sætti sig alveg við það að bíða í eitt ár með að selja stjörnuleikmann sinn og að Wilfired Zaha spili þá á Selhurst Park á komandi tímabili. Palace gæti einnig aukið líkur sínar á að fá Michy Batshuayi frá Chelsea sem var á láni hjá Palace á síðasta tímabili. Það gæti líka ekki verið auðvelt að sannfæra Wilfried Zaha sjálfan um að Everton sé rétta félagið fyrir hann. Zaha hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast til félags sem hann trúir að muni keppa í Meistaradeildinni í framtíðinni. Chelsea og Arsenal standa þar framar en Everton. Arsenal hefur ekki fundið peninga til að borga uppsett verð sem eru 80 milljónir punda en Chelsea ætti að fara „létt“ með það ef það losnar úr banninu. Hvort Everton takist að stela Wilfried Zaha á meðan verður að koma í ljós en Everton er tilbúið að gera Zaha að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Enski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Everton hefur mikinn áhuga á að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace og „stela“ honum frá Arsenal sem hefur verið á eftir þessum öfluga leikmanni í allt sumar. Blaðamaður Telegraph hefur heimildir fyrir því að Everton ætli að bjóða Crystal Palace 60 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha og tyrkneska framherjann Cenk Tosun auki. Palace-menn hafa sýnt Tyrkjanum áhuga. Verði þessi kaup að veruleika þá myndi Gylfi Þór Sigurðsson ekki vera lengur dýrasti leikmaður Everton á upphafi en þeim titli hefur íslenski landsliðsmaðurinn haldið síðan í september 2017. Wilfried Zaha er 26 ára gamall og kom aftur til Crystal Palace frá Manchester United í ágúst 2014, fyrst á láni en Palace keypti hann síðan í byrjun febrúar 2015. United hafði keypt Zaha frá Palce sumarið 2013. Zaha átti mjög gott tímabil með Crystal Palace síðasta vetur og var þá með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 34 leikjum. Hann spilaði síðan með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni í sumar.Exclusive: Everton want Wilfried Zaha and are willing to pay £60m plus Cenk Tosun but fear missing out to Chelsea https://t.co/eeWdLaeMXE — Telegraph Football (@TeleFootball) July 25, 2019 Í frétt Telegraph er einnig sagt frá plönum Chelsea um að kaupa Wilfried Zaha frá Crystal Palace um leið og félagið losnar úr félagsskiptabanninu sínu næsta sumar. Chelsea hefur áfrýjað til Alþjóða Íþróttadómstólsins en mestar líkur eru á því að félagið megi ekki kaupa leikmenn í janúarglugganum. Það er líklegt að Crystal Palace sætti sig alveg við það að bíða í eitt ár með að selja stjörnuleikmann sinn og að Wilfired Zaha spili þá á Selhurst Park á komandi tímabili. Palace gæti einnig aukið líkur sínar á að fá Michy Batshuayi frá Chelsea sem var á láni hjá Palace á síðasta tímabili. Það gæti líka ekki verið auðvelt að sannfæra Wilfried Zaha sjálfan um að Everton sé rétta félagið fyrir hann. Zaha hefur ekkert farið leynt með það að hann vill komast til félags sem hann trúir að muni keppa í Meistaradeildinni í framtíðinni. Chelsea og Arsenal standa þar framar en Everton. Arsenal hefur ekki fundið peninga til að borga uppsett verð sem eru 80 milljónir punda en Chelsea ætti að fara „létt“ með það ef það losnar úr banninu. Hvort Everton takist að stela Wilfried Zaha á meðan verður að koma í ljós en Everton er tilbúið að gera Zaha að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira