Jóhannes Karl: Alltof auðvelt að dæma víti fyrir stóru liðin Guðlaugur Valgeirsson skrifar 28. júlí 2019 21:44 Jóhannes Karl lætur jafnan vel í sér heyra. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00