Helgi: Er sagt að Beitir hafi gert meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gult Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 28. júlí 2019 22:05 Helgi var ósáttur við frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. vísir/daníel Fylkir tapaði, 1-4, fyrir KR á heimavelli í kvöld. KR komust fljótt yfir í leiknum og bættu tvisvar við forystuna í fyrri hálfleik. Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var skiljanlega ekki ánægður með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum allavega ekki mættir til leiks í fyrri hálfleik. Sem betur fer sýndum við aðeins betri takta í seinni hálfleik. Það var orðið alltof mikið bil á milli til að fá eitthvað út úr þessu. Við töluðum um að koma beittir til leiks en því miður fór það ekki þannig. KR-ingar gengu á lagið og refsuðu okkur vel í fyrri hálfleik.“ Fylkir náði að minnka muninn og sköpuðu sér ágæt færi á eftir því í seinni hálfleiknum en það var ekki nóg. „Ég er ánægður með hvernig menn komu til leiks í seinni hálfleik. Eftir að við skoruðum 3-1 markið fáum við nokkur færi til þess að minnka þetta enn frekar. Þegar það gekk ekki var þetta orðið ansi erfitt.“ KR nýttu sínar leikstöður gríðarlega vel í leiknum en þeir skoruðu þrjú mörkum úr þremur sóknum liggur við í fyrri hálfleik. Fylkis vörnin var afar döpur í mörkunum hjá KR, sérstaklega í fyrsta markinu. „Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik í dag. Hvað veldur því verður maður bara að rýna í seinna. Ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gáfust ekki upp og sýndu hvað þeir geta hérna í seinni hálfleik. Því miður var gjáin orðin of mikil og það var ekki hægt að eiga við það. Menn verða að vera mættir til leiks ef þeir ætla að fá eitthvað út úr leikjum gegn KR.“ Beitir Ólafsson markmaður KR og Geoffrey Castillon framherji Fylkis fengu báðir gul spjöld í fyrri hálfleik eftir vafasamt atvik. Fáir sáu almennilega hvað gerðist en háværar raddir vilja meina að Beitir hafi sparkað í Geoffrey. „Ég sá ekkert hvað gerðist þar. Mér er sagt að Beitir hafi gert meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gult. Svona er bara fótboltinn og það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Ef það er rétt sem maður heyrir hefði það auðvitað getað breytt leiknum. Hann gaf honum bara gult og það er ekki meira við því að segja.“ Geoffrey Castillon féll í stöðunni 3-1 niður í teig KR með boltann í löppunum. Geoffrey var nýbúinn að taka niður fyrirgjöf frá Andrési Má Jóhannssyni og var í frábærri stöðu til að minnka muninn en frekar. Sumir vilja meina að þetta hafi átt að vera víti. „Mér sýndist það nú. Maður sér það ekki nógu mikið en ég held að það hafi verið víti. Það vantaði bara eitthvað aðeins meira hjá okkur í dag til að gera eitthvað meira út úr þessu. Á þeim tímapunkti þegar hann gerði tilkallið til að fá víti í seinni hálfleik vorum við ofaná í leiknum. Hefðum við skorað þar hefði allt getað gerst en af því að við náðum því ekki þá náðu þeir að lauma inn einu í lokin þegar við vorum farnir að pressa hátt uppi á völlinn.“ Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili. Hann er búinn að vera á láni frá Brentford þar sem hann spilar yfir veturinn. „Það er mjög vont að missa Kolla hann er búinn að vera okkur mjög drjúgur í sumar. Það er vont að missa góða menn.“ Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis meiddist í fyrsta leik sumarsins á móti ÍBV. Hann var í kvöld í hóp í fyrsta skipti síðan þá og er allur að koma til. „Emil er að koma til og er farinn að æfa á fullu. Ég vænti þess að hann komist í enn betra stand á næstu vikum og hver veit nema að hann komi sér inn í liðið.“ Orðið á götunni er að Emil sé byrjaður að semja við KR en hann samningur hans við Fylki rennur út eftir tímabilið. Þar sem minna en sex mánuðir eru eftir samningnum hans má hann byrja að semja við önnur félög ef hann vill. „Ég er allavega ekki á þeim fundum. Eina sem ég get einbeitt mér að er Fylkis-liðið. Ég vænti þess að á meðan Emil er í Fylki gefi hann allt af sér. Ég hef aldrei séð neitt annað frá Emil en að hann sé trúr sínu félagi og að hann ætli sér að enda vel ef sögusagnirnar reynast réttar.“ Það er lítið eftir glugganum og þá verður að spyrja sig hvort að lið eins og Fylkir í Evrópubaráttu ætli að styrkja sig. „Nú verður gaman að sjá. Við erum allavega að missa Kolla og við sjáum til hvort við fáum einhvern í staðinn. Það er skammur tími eftir. Ég er alltaf opinn fyrir að fá góða leikmenn ef það er hægt.“ Í vikunni var Þórður Þorsteinn Þórðarsson orðaður við Fylki eftir að hafa rift samningi sínum við ÍA. Þórður endaði hinsvegar á að semja við FH en þá er spurninginn hvort það séu aðrir varnarmenn sem Fylkir vilja ná í til að styrkja hópinn. „Þórður fór í FH og það er bara hans ákvörðun. Ég hef ekkert nema gott um það að segja fyrir hann. Við bara sjáum til hvort við finnum rétta manninn en í hvaða stöðu það væri kemur bara í ljós.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 1-4│KR-ingar kunna ekki að tapa KR komust yfir snemma í leiknum og þrátt fyrir að vera minna með boltann var sigurinn aldrei í hættu. Það var hiti í mönnum en það voru samtals 10 gul spjöld í leiknum. 28. júlí 2019 22:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Fylkir tapaði, 1-4, fyrir KR á heimavelli í kvöld. KR komust fljótt yfir í leiknum og bættu tvisvar við forystuna í fyrri hálfleik. Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var skiljanlega ekki ánægður með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum allavega ekki mættir til leiks í fyrri hálfleik. Sem betur fer sýndum við aðeins betri takta í seinni hálfleik. Það var orðið alltof mikið bil á milli til að fá eitthvað út úr þessu. Við töluðum um að koma beittir til leiks en því miður fór það ekki þannig. KR-ingar gengu á lagið og refsuðu okkur vel í fyrri hálfleik.“ Fylkir náði að minnka muninn og sköpuðu sér ágæt færi á eftir því í seinni hálfleiknum en það var ekki nóg. „Ég er ánægður með hvernig menn komu til leiks í seinni hálfleik. Eftir að við skoruðum 3-1 markið fáum við nokkur færi til þess að minnka þetta enn frekar. Þegar það gekk ekki var þetta orðið ansi erfitt.“ KR nýttu sínar leikstöður gríðarlega vel í leiknum en þeir skoruðu þrjú mörkum úr þremur sóknum liggur við í fyrri hálfleik. Fylkis vörnin var afar döpur í mörkunum hjá KR, sérstaklega í fyrsta markinu. „Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik í dag. Hvað veldur því verður maður bara að rýna í seinna. Ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gáfust ekki upp og sýndu hvað þeir geta hérna í seinni hálfleik. Því miður var gjáin orðin of mikil og það var ekki hægt að eiga við það. Menn verða að vera mættir til leiks ef þeir ætla að fá eitthvað út úr leikjum gegn KR.“ Beitir Ólafsson markmaður KR og Geoffrey Castillon framherji Fylkis fengu báðir gul spjöld í fyrri hálfleik eftir vafasamt atvik. Fáir sáu almennilega hvað gerðist en háværar raddir vilja meina að Beitir hafi sparkað í Geoffrey. „Ég sá ekkert hvað gerðist þar. Mér er sagt að Beitir hafi gert meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gult. Svona er bara fótboltinn og það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Ef það er rétt sem maður heyrir hefði það auðvitað getað breytt leiknum. Hann gaf honum bara gult og það er ekki meira við því að segja.“ Geoffrey Castillon féll í stöðunni 3-1 niður í teig KR með boltann í löppunum. Geoffrey var nýbúinn að taka niður fyrirgjöf frá Andrési Má Jóhannssyni og var í frábærri stöðu til að minnka muninn en frekar. Sumir vilja meina að þetta hafi átt að vera víti. „Mér sýndist það nú. Maður sér það ekki nógu mikið en ég held að það hafi verið víti. Það vantaði bara eitthvað aðeins meira hjá okkur í dag til að gera eitthvað meira út úr þessu. Á þeim tímapunkti þegar hann gerði tilkallið til að fá víti í seinni hálfleik vorum við ofaná í leiknum. Hefðum við skorað þar hefði allt getað gerst en af því að við náðum því ekki þá náðu þeir að lauma inn einu í lokin þegar við vorum farnir að pressa hátt uppi á völlinn.“ Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili. Hann er búinn að vera á láni frá Brentford þar sem hann spilar yfir veturinn. „Það er mjög vont að missa Kolla hann er búinn að vera okkur mjög drjúgur í sumar. Það er vont að missa góða menn.“ Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis meiddist í fyrsta leik sumarsins á móti ÍBV. Hann var í kvöld í hóp í fyrsta skipti síðan þá og er allur að koma til. „Emil er að koma til og er farinn að æfa á fullu. Ég vænti þess að hann komist í enn betra stand á næstu vikum og hver veit nema að hann komi sér inn í liðið.“ Orðið á götunni er að Emil sé byrjaður að semja við KR en hann samningur hans við Fylki rennur út eftir tímabilið. Þar sem minna en sex mánuðir eru eftir samningnum hans má hann byrja að semja við önnur félög ef hann vill. „Ég er allavega ekki á þeim fundum. Eina sem ég get einbeitt mér að er Fylkis-liðið. Ég vænti þess að á meðan Emil er í Fylki gefi hann allt af sér. Ég hef aldrei séð neitt annað frá Emil en að hann sé trúr sínu félagi og að hann ætli sér að enda vel ef sögusagnirnar reynast réttar.“ Það er lítið eftir glugganum og þá verður að spyrja sig hvort að lið eins og Fylkir í Evrópubaráttu ætli að styrkja sig. „Nú verður gaman að sjá. Við erum allavega að missa Kolla og við sjáum til hvort við fáum einhvern í staðinn. Það er skammur tími eftir. Ég er alltaf opinn fyrir að fá góða leikmenn ef það er hægt.“ Í vikunni var Þórður Þorsteinn Þórðarsson orðaður við Fylki eftir að hafa rift samningi sínum við ÍA. Þórður endaði hinsvegar á að semja við FH en þá er spurninginn hvort það séu aðrir varnarmenn sem Fylkir vilja ná í til að styrkja hópinn. „Þórður fór í FH og það er bara hans ákvörðun. Ég hef ekkert nema gott um það að segja fyrir hann. Við bara sjáum til hvort við finnum rétta manninn en í hvaða stöðu það væri kemur bara í ljós.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - KR 1-4│KR-ingar kunna ekki að tapa KR komust yfir snemma í leiknum og þrátt fyrir að vera minna með boltann var sigurinn aldrei í hættu. Það var hiti í mönnum en það voru samtals 10 gul spjöld í leiknum. 28. júlí 2019 22:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - KR 1-4│KR-ingar kunna ekki að tapa KR komust yfir snemma í leiknum og þrátt fyrir að vera minna með boltann var sigurinn aldrei í hættu. Það var hiti í mönnum en það voru samtals 10 gul spjöld í leiknum. 28. júlí 2019 22:30