Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:02 Reiði Trump forseta virðist beinast að Sharpton vegna þess að klerkurinn heimsækir Baltimore sem forsetinn segir morandi í rottum og nagdýrum. Vísir/EPA Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41