Rúnar Páll: Fjórða markið sem er tekið af Guðmundi Steini í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 21:33 Rúnar Páll var óánægður með dómgæsluna. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK, 1-1, í Kórnum í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu í leiknum. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK, 1-1, í Kórnum í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu í leiknum. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn