Rúnar Páll: Fjórða markið sem er tekið af Guðmundi Steini í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 21:33 Rúnar Páll var óánægður með dómgæsluna. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK, 1-1, í Kórnum í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu í leiknum. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK, 1-1, í Kórnum í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu í leiknum. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45