Innlent

Konan laus úr haldi lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. Vísir/Einar
Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi.

Konan var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og var yfirheyrð nú síðdegis. Ekki fengust upplýsingar um það hvort grunur sé um íkveikju en Jóhann Karl segir að rannsókn verði væntanlega lokið á föstudag.

Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að konan er ekki leigutaki stúdentaíbúðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×