Innlent

Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Eldurinn kom upp í íbúð á stúdentagörðum en virðist hafa verið slökktur.
Eldurinn kom upp í íbúð á stúdentagörðum en virðist hafa verið slökktur. Vísir/aðsend
Töluverðar skemmdir urðu í stúdentaíbúð á Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp nú undir kvöld. Reykkafarar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slökktu eldinn um klukkan hálf sjö. Unnið er að reykræstingu. Talið er að íbúðin hafi verið mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins tók það reykkafara um tíu mínútur að ráða niðurlögum eldsins í íbúðinni sem er á fyrstu hæð á Eggertsgötu 24. Upptök hans og staðsetning er óljós. Mögulegt er talið að reykskemmdir hafi einnig orðið á stigagangi í húsinu.

Ríkisútvarpið hefur eftir Ara Jóhannesi Haukssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, að ein manneskja hafi verið í íbúðinni og að hún hafi verið flutt á slysadeild til skoðunar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×