Erlent

Flóð í New Orleans og talin hætta á fellibyl

Eiður Þór Árnason skrifar
Vísir/AP
Vatn hefur flætt yfir götur New Orleans og lamað umferð í dag, eftir að heljarinnar stormur geysaði skyndilega á svæðinu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni vegna flóðs. Yfirvöld og íbúar hafa áhyggjur af því að flóðið gæti reynst undanfari fellibyls.

Götur borgarinnar hafa margar hverjar umturnast í litla árfarvegi sem flytja sumir með sér ruslatunnur og fljótandi viðarspýtur, að sögn sjónarvotta. Vatnið hefur náð upp fyrir dyr margra bíla og hafa bifreiðar víða verið yfirgefnar. Í sumum götum sást fólk reyna að komast leiðar sinnar á róðri um borð í kajökum.

Dæmi eru um að fólk í borginni hafi þurft að vaða í gegnum vatn 1,22 metra að hæð til þess að komast í öruggt skjól.

Yfirvöld hafa gefið út að þó 118 af alls 120 fráveitudælum borgarinnar hafi verið starfandi, þá hafi regnmagnið verið svo mikið á stuttum tíma að það reyndist ómögulegt fyrir frárennsliskerfið að ráða við magnið.


Tengdar fréttir

Tveir látnir í fellibylnum Fani

Meira en milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eftir að fellibylurinn Fani gekk á land á austurströnd Indlands. Tveir eru látnir en óttast er meira mannfall eftir því sem bylurinn gengur lengra inn á land.

Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða

Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×