Enski boltinn

Hafa ekki efni á Özil en það þarf ekki að koma neinum á óvart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil gerði einn ótrúlegasta samning knattspyrnusögunnar þegar hann framlengdi við Arsenal í fyrra.
Mesut Özil gerði einn ótrúlegasta samning knattspyrnusögunnar þegar hann framlengdi við Arsenal í fyrra. Getty/Stuart MacFarlane

Áhugi tyrkneska félagsins Fenerbahce á þýska miðjumanninum Mesut Özil er vissulega til staðar en peningahliðin er stóra vandamálið. Þjóðverjinn er á engum venjulegum samningi.

Evrópskir fjölmiðlar skrifuðu um áhuga Fenerbahce að fá Mesut Özil til Tyrklands þar sem hann er vinsæll hjá Tyrkjum og auk þess mjög góður vinur Recep Erdogan forseta landsins.

Tyrkirnir segja hins vegar að reksturinn myndi aldrei ganga upp ef félagið myndi semja við Arsenal-leikmanninn. Þeir hafa ekki efni á Özil sem þarf ekki að koma neinum á óvart.

Arsenal gaf Özil nefnilega ótrúlegan samning og er hann launahæsti leikmaður enska félagsins. Özil fær 350 þúsund pund í vikulaun eða 55,3 milljónir króna. Hann skrifaði undir samninginn árið 2018.„Í þessum efnahagslegu aðstæðum er ekki möguleiki fyrir báða aðila að taka þetta skref,“ sagði Fenerbahce í yfirlýsingu.

Arsene Wenger keypti Mesut Özil til Arsenal frá Real Madrid fyrir 42 milljónir punda árið 2013. Eftirmaður Wenger, Unai Emery, var hins vegar enginn aðdáandi ef marka fá fyrstu leiktíð hans með Arsenal.Unai Emery henti Özil oft út kuldann en miðjumaðurinn var með 6 mörk í 35 leikjum í öllum keppnum á síðustu leikíð.

Það er erfitt fyrir stuðningsmenn Arsenal að sætta sig við að aukaleikari í liðinu sé að fá 55 milljónir punda við hver mánaðarmót. Það verða þeir þó líklega að gera þar til að samningurinn hans rennur út.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.