Enski boltinn

Nýliðarnir búnir að kaupa leikmenn fyrir næstum því 85 milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ezri Konda í búningi Aston Villa.
Ezri Konda í búningi Aston Villa. vísir/getty
Aston Villa hefur fest kaup á varnarmanninum Ezri Konsa frá Brentford. Kaupverðið er tólf milljónir punda.

Dean Smith, knattspyrnustjóri Villa, þekkir vel til Konsa en hann lék undir hans stjórn hjá Brentford. Konsa hefur leikið sjö leiki fyrir enska U-21 árs landsliðið. Einn þeirra kom á EM U-21 árs í sumar.

Villa, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni eftir þriggja ára fjarveru, hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og keypt leikmenn fyrir tæplega 84 milljónir punda.

Konsa er sjöundi leikmaðurinn sem Villa fær í sumar. Áður voru Tyrone Mings, Kortney Hause, Anwar El Ghazi, Matt Targett, Wesley og Jota komnir til félagins.

Villa sækir Tottenham heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar 10. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×