Enski boltinn

Reyndasti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á afmæli í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og Carlo Tevez voru ekki miklir vinir þegar þessi mynd var tekin.
Hermann Hreiðarsson og Carlo Tevez voru ekki miklir vinir þegar þessi mynd var tekin. Vísir/AFP
Hermann Hreiðarsson heldur upp á 45 ára afmælið sitt í dag en Eyjamaðurinn fæddist 11. júlí 1974.  

Knattspyrnusamband Íslands óskar Hermanni til hamingju með afmælið á samfélagsmiðlum sínum og það er óhætt að taka undir það.



Hermann Hreiðarsson er langreyndasti leikmaður Íslands í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Hermann lék á sínum tíma 332 leiki í deildinni og er hann enn með 85 leikja forskot á næsta mann sem er Gylfi Þór Sigurðsson með 247 leiki.

Hermann lék með fimm félögum í ensku úrvalsdeildinni eða Crystal Palace (1997–98 ), Wimbledon (1999–2000), Ipswich Town (2000–02), Charlton Athletic (2003–07) og Portsmouth (2007–10).

Hermann er einnig þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 89 landsleikir frá 1996 til 2011. Hann var fyrirliði í 24 af þessum leikjuj og skoraði alls fimm mörk fyrir íslenska landsliðið.

Flestir leikir íslenskra knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni 1992-2019:

1. Hermann Hreiðarsson 332

2. Gylfi Þór Sigurðsson 247

3. Eiður Smári Guðjohnsen 211

4. Guðni Bergsson 135

5. Grétar Rafn Steinsson 126

6. Heiðar Helguson 96

7. Jóhann Berg Guðmundsson 84

8. Ívar Ingimarsson 73

9. Aron Einar Gunnarsson 51

10. Arnar Gunnlaugsson 45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×