Erlent

Notuðu barn í sjálfsmorðsárás á brúðkaup

Kjartan Kjartansson skrifar
Afganskir hermenn marsera. Árásin er sögð hafa beinst að hersveitum sem styðja stjórnarherinn. Myndin er úr safni.
Afganskir hermenn marsera. Árásin er sögð hafa beinst að hersveitum sem styðja stjórnarherinn. Myndin er úr safni. AP/Rahmat Gul

Hryðjuverkamenn í Afganistan notuðu barn til að gera sjálfsmorðsárás á brúðkaupsveislu í austurhluta landsins í morgun. Að minnsta kosti fimm fórust um fjörutíu særðust en árásin beindist að liðsforingja hersveita sem eru hliðhollar stjórnarhernum.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni Nangarhar-héraðs að barn hafi verið látið gera árásina. Heimildir herma að um ungan táning hafi verið að ræða.

Talibanar, sem ræða nú við afgönsk og bandarísk stjórnvöld um frið, hafa afsalað sér ábyrgð á ódæðinu. Vitað er að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams eru virk á svæðinu. Þau hafa verið sökuð um hrinu sjálfsmorðsárása sem felldu tugi manna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.