Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 14:00 Momo Hayashi hefur búið á Íslandi í fjögur ár en nú hefur henni verið gert að fara úr landi. Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“ Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15