Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Helga Vala segir möguleika erlendra borgara til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. visir/vilhelm Vinnuveitandi japanskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi og áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir leiðbeiningaskyldu stjórnvalda ríka og brot á skyldunni geti varðað ógildingu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en hefur verð synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska sfnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta. „Þá virðast stjórnvöldum slétt sama um það þó að manneskjan hafi verið að sinna þessu starfi um eitthvert skeið og hafi þessa sérþekkingu að vera íslenskumælandi, japönskumælandi og enskumælandi sem hlýtur að teljast afskaplega sérstakt og mikilvægt,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir möguleika erlendra borgar til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. „Það er pólitísk ákvörðun að galopna landið fyrir erlendu farandverkafólki sem stoppar stutt, hefur ekkert félagslegt net. Langar í rauninni ekkert að vera á Íslandi frekar en í öðrum ríkjum heldur bara komið til þess að vinna stutt og fara heim með peningana. Skilja ekkert eftir,“ sagði Helga Vala. Japanska konan sem um ræðir heiti Momo og hefuð starfað hjá Special Tours. Skrifstofustjóri fyrirtækisins segir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun hafa verið óskýrar og mikið um misvísandi svör þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir Momo. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ sagði Helga Vala. Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Vinnuveitandi japanskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi og áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir leiðbeiningaskyldu stjórnvalda ríka og brot á skyldunni geti varðað ógildingu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en hefur verð synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska sfnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta. „Þá virðast stjórnvöldum slétt sama um það þó að manneskjan hafi verið að sinna þessu starfi um eitthvert skeið og hafi þessa sérþekkingu að vera íslenskumælandi, japönskumælandi og enskumælandi sem hlýtur að teljast afskaplega sérstakt og mikilvægt,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir möguleika erlendra borgar til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. „Það er pólitísk ákvörðun að galopna landið fyrir erlendu farandverkafólki sem stoppar stutt, hefur ekkert félagslegt net. Langar í rauninni ekkert að vera á Íslandi frekar en í öðrum ríkjum heldur bara komið til þess að vinna stutt og fara heim með peningana. Skilja ekkert eftir,“ sagði Helga Vala. Japanska konan sem um ræðir heiti Momo og hefuð starfað hjá Special Tours. Skrifstofustjóri fyrirtækisins segir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun hafa verið óskýrar og mikið um misvísandi svör þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir Momo. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ sagði Helga Vala.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15