Enski boltinn

Skoraði einungis fimm mörk fyrir Chelsea en nú hefur West Ham áhuga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Higuain náði sér ekki á strik hjá Chelsea.
Higuain náði sér ekki á strik hjá Chelsea. vísir/getty
West Ham hefur áhuga á því að fá framherjann, Gonzalo Higuan, aftur til Englands en hann lék á láni með Chelsea á síðustu leiktíð.

Sky fréttastofan á Ítalíu greinir frá þessu en talið er að bæði West Ham og Roma vilji klófesta framherjann sem hefur verið á láni frá Juventus síðustu tvö tímabil.

Nú er Higuain talinn vilja sanna sig hjá Juventus en Maurizio Sarri er þar tekinn við. Þeir þekkjast vel, frá tíma þeirra hjá Napoli og Chelsea, en Higuain raðaði meðal annars inn mörkum fyrir Napoli-lið Sarri.





West Ham er nú að leita sér að framherja eftir að framherjararnir Marko Arnautovic, Andy Carroll og Lucas Perez yfirgáfu allir félagið í sumar.

Higuain er þó ekki eini sem kemur til greina í fremstu víglínu West Ham því framherji Eintracht Frankfurt, Sebastian Haller, og framherji WBA, Salomon Randon, eru ofarlega á óskalista Hamranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×