Innlent

Anna Berglind fyrst í kvennaflokki í Laugavegshlaupinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Anna Berglind kemur í mark í Þórsmörk nú fyrir stundu.
Anna Berglind kemur í mark í Þórsmörk nú fyrir stundu. Mynd/laugavegur ultra marathon

Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst kvenna í mark í Laugavegshlaupinu 2019 nú um klukkan hálf þrjú á tímanum 5:24:00. Anna Berglind var talin mjög sigurstrangleg fyrir hlaupið en hún var í 2. sæti í hlaupinu í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði.



Fyrstur í mark í karlaflokki, og sigurvegari hlaupsins í ár, var Þorbergur Ingi Jónsson á tímanum 04:32:15. Í öðru sæti var Örvar Steingrímsson á tímanum 04:44:39 og í því þriðja var Birgir Már Vigfússon á tímanum 04:55:54.



Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar en um 520 manns hlupu af stað við rásmarkið í Landmannalaugum í morgun. Hér er hægt að fylgjast með úrslitum í hlaupinu í rauntíma.


Tengdar fréttir

Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum

Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum.

„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg

Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×