Innlent

Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þorbergur kemur hér í mark í Þórsmörk nú á öðrum tímanum.
Þorbergur kemur hér í mark í Þórsmörk nú á öðrum tímanum. Mynd/Laugavegur Ultra marathon
Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. Annar í mark var Örvar Steingrímsson á tímanum 04:44:39, eða rúmum tólf mínútum á eftir Þorbergi.Tími Þorbergs, sem á brautarmetið, er ellefti besti tími í Laugavegshlaupinu frá upphafi, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum. Gert er ráð fyrir að aðrir keppendur tínist nú í mark fram eftir degi en Anna Berglind Pálmadóttir er fremst í kvennaflokki þegar þetta er ritað.Laugavegshlaupið er 55 kílómetrar en um 520 manns hlupu af stað við rásmarkið í Landmannalaugum í morgun. Hér er hægt að fylgjast með úrslitum í hlaupinu í rauntíma.


Tengdar fréttir

Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum

Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.