Fótbolti

Uppáhalds minning Neymars er þegar hann vann PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar fagnar eftir frægan sigur Barcelona á Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum.
Neymar fagnar eftir frægan sigur Barcelona á Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum. vísir/getty
Neymar, framherji Paris Saint-Germain, gaf Barcelona hressilega undir fótinn á samkomu á vegum góðgerðasamtaka sinna á dögunum.Hann var þá spurður um uppáhalds minningar sínar á fótboltaferlinum. Neymar nefndi tvær; þegar Brasilía vann Ólympíugull 2016 og þegar Barcelona vann PSG, 6-1, í frægum leik 2017.Neymar hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona í allt sumar. Brassinn mætti ekki á réttum tíma til æfinga hjá PSG og fékk væna sekt fyrir. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði síðan að Neymar mætti fara frá félaginu ef gott tilboð bærist í hann.Neymar skoraði tvö mörk í áðurnefndum sigri Barcelona á PSG fyrir tveimur árum. Þetta var seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en PSG vann þann fyrri, 4-0.Neymar kom Börsungum í 4-1 með marki úr beint úr aukaspyrnu á 88. mínútu. Þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann sitt annað mark úr víti. Sergi Roberto skoraði svo sjötta mark Börsunga í blálokin og setti punktinn aftan við magnaða endurkomu þeirra.Barcelona gekk frá kaupunum á Antoine Griezmann í síðustu viku en ekki er loku fyrir það skotið að Spánarmeistararnir nái líka í Neymar.


Tengdar fréttir

„Neymar má fara“

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.