Fótbolti

„Neymar má fara“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar hefur verið sterklega orðaður við Barcelona
Neymar hefur verið sterklega orðaður við Barcelona vísir/getty
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.

Neymar mætti ekki aftur til vinnu eftir sumarfrí í gær eins og ætlast var til af honum. Í kjölfarið sendi PSG út tilkynningu þar sem meðal annars var sagt að félagið gripi til viðeigandi ráðstafana.

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði að það væri deginum ljósara hvað Neymar vilji gera og segir að yfirborðskennt samband hafi átt sér stað á milli PSG og Barcelona.

„Neymar má fara frá PSG ef það kemur tilboð sem hentar öllum aðilum. Við höfum ekki fengið nein tilboð en það er satt að við höfum átt yfirborðskennt samband við Barcelona,“ sagði Leonard við La Parisien.

Í frétt Sky Sports um málið segir að þeirra heimildir hermi að Neymar hafi verið búinn að semja við PSG um að fá að koma seinna úr fríi því hann var búinn að skuldbinda sig til þess að mæta á viðburði í tengslum við góðgerðasamtök sín í Brasilíu sem hann vildi ekki hætta við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×