Fótbolti

Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antoine Griezmann boðinn velkominn á Twitter-síðu Barcelona.
Antoine Griezmann boðinn velkominn á Twitter-síðu Barcelona. Mynd/Twitter/FCBarcelona

Barcelona hefur gengið frá kaupunum á Antoine Griezmann frá Atlético Madrid. Barcelona kaupir upp samning Griezmann við Atlético Madrid.

Griezmann mun kosta Barcelona 120 milljónir evra eða upphæðina sem þurfti til að kaupa hann út úr samningnum.

Franski framherjinn hefur einnig gengið frá persónulegum samningi við Barcelona sem gildir til ársins 2024.Antoine Griezmann er 28 ára gamall og hefur spilað með Atlético Madrid frá árinu 2014.

Griezmann skoraði 133 mörk í 257 leikjum í öllum keppnum á fimm tímabilum með Atlético. Hann kom þangað frá Real Sociedad.

Griezmann hefur auk þess skorað 29 mörk í 70 landsleikjum með Frökkum og varð heimsmeistari með franska liðinu síðsta sumar.


 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.