Fótbolti

Neymar fær himinháa sekt eftir að hafa skrópað á æfingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni.
Neymar á undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Suður-Ameríkukeppninni. vísir/getty
Frönsku meistararnir í PSG hefur sektað brasilísku stórstjörnua, Neymar, um 375 þúsund evrur eftir að hafa skrópað á fyrstu æfingu eftir sumarfrí.

PSG tilkynnti í gær að Neymar hafi ekki verið mættur er undirbúningstímabilið fór formlega í gang. Félagið sagði að gripið yrði til viðeigandi ráðstafanna.







Brasilíski fjölmiðillinn, UOL Esporte, greindi svo frá því nú síðdegis að félagið hafi ákveðið að sekta Neymar um 375 þúsund evrur.

Það jafngildir tæplega 54 milljónum íslenskra króna en Neymar ætti nú að eiga fyrir því enda einn dýrasti fótboltamaður allra tíma.

Hann hefur verið mikið orðaður við sína gömlu félaga í Barcelona en hann missti af Suður-Ameríkukeppninni í sumar þar sem Brassarnir stóðu uppi sem sigurvegarar.


Tengdar fréttir

„Neymar má fara“

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×