Fótbolti

Neymar skrópaði á æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Neymar hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar mætti ekki á æfingu hjá Paris Saint-Germain í dag eins og hann átti að gera. Undirbúningstímabilið hófst formlega hjá PSG í dag en Neymar lét ekki sjá sig.PSG sendi frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Neymars. Félagið sagðist harma að hann skildi hafa skrópað á æfingunni og að gripið yrði til viðeigandi ráðastafana.Neymar hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, Barcelona, í sumar. PSG keypti Brassann frá Barcelona fyrir 200 milljónir punda fyrir tveimur árum. Hann er dýrasti fótboltamaður allra tíma.Neymar missti af Suður-Ameríkukeppninni þar sem Brassar stóðu uppi sem sigurvegarar, í fyrsta sinn síðan 2007.Neymar var frá vegna meiðsla í nokkra mánuði á síðasta tímabili og nældi sér svo í þriggja leikja bann, bæði í Frakklandi og í Evrópuleikjum.PSG varð franskur meistari annað árið í röð á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.