Fótbolti

Real sagt ætla í baráttu við Barca um Neymar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar í leik með PSG.
Neymar í leik með PSG. vísir/getty
Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um brasilísku stórstjörnuna Neymar í sumar eftir því sem segir í spænskum fjölmiðlum.

Sambandið á milli forráðamanna PSG og Real Madrid á að vera sterkara og betra en á milli PSG og Barcelona, enda ekki lengra síðan en fyrir tveimur árum að Neymar fór frá Börsungum til Parísar með þokkalegu fjaðrafoki og nokkrum fjármáladeilum.

Real Madrid hefur þó ekki haft formlega samband við franska liðið.

Yfirmaður íþróttamála hjá PSG segir að Barcelona hafi haft samband en sagði þó að „eftir því sem við höfum séð er Barcelona ekki raunverulega í stöðu til þess að kaupa hann.“

„Svona stór skipti snúast ekki bara um tilfinningar heldur um peninga.“

Barcelona gæti farið þá leið að bjóða leikmann í staðinn upp í kaupverð Neymar, þar hafa Ousmane Dembele, Philippe Coutinho, Ivan Rakitic og Samuel Umtiti allir verið nefndir til leiks.

Real Madrid er nú þegar búið að eyða nærri 300 milljónum punda í sumar í Eden Hazard, Luka Jovic, Eder Militao, Ferland Mendy og Rodrygo.


Tengdar fréttir

Pep Guardiola: Neymar kemst næstur Messi í hæfileikum

Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga.

„Neymar má fara“

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×