Enski boltinn

Áttatíu milljóna punda tilboð Man. Utd. í Maguire samþykkt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maguire hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir
Maguire hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir vísir/getty

Leicester City hefur samþykkt 80 milljóna punda tilboð Manchester United í Harry Maguire. The Sun greinir frá.

Maguire verður dýrasti varnarmaður allra tíma ef af félagaskiptunum verður. Hann flýgur til Manchester á morgun þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá United.

José Mourinho vildi fá enska landsliðsmanninn til United síðasta sumar en varð ekki að ósk sinni.

Englandsmeistarar Manchester City höfðu einnig áhuga á Maguire en United virðist hafa haft betur í baráttunni um miðvörðinn öfluga sem kom til Leicester frá Hull City fyrir tveimur árum.

Talið er að Leicester ætli að kaupa Lewis Dunk, fyrirliða Brighton, til að fylla skarð Maguires.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.