Enski boltinn

Gylfi með skot í slá og stöng

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi er mættur aftur til vinnu
Gylfi er mættur aftur til vinnu vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði hálfan leikinn þegar Everton bætti Sion frá Sviss í æfingaleik í Sviss í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en það var þó ekki vegna skorts á færum. Íslenski landsliðsmaðurinn skaut bæiði í þverslána og í stöngina í leiknum.

Gylfi kom inn á í hálfleik, enda er hann tiltölulega nýkominn til baka til Everton eftir sumarfrí, hann fékk lengra sumarfrí en margir aðrir í liðinu þar sem hann var í landsliðsverkefni í byrjun júnímánaðar.

Everton mætir Mónakó í æfingaleik næst komandi föstudag.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.