Enski boltinn

Solskjær íhugar að gera Pogba að fyrirliða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba í leik United og Perth í Ástralíu í gær
Pogba í leik United og Perth í Ástralíu í gær vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær segist íhuga að gera Paul Pogba að fyrirliða Manchester United, en félagið er ekki með fastan fyrirliða eftir að Antonio Valencia leitaði annað.

Pogba hefur verið ítrekað orðaður í burtu frá Manchester í sumar og hafa bæði hann og umboðsmaður hans sagt opinberlega að hann vilji fara , þó Pogba hafi orðað það þannig að hann íhugaði nýja áskorun.

Manchester United hefur hins vegar takmarkaðan áhuga á því að selja miðjumanninn.

„Við erum ekki búnir að ákveða hver verur fyrirliði. Það eru nokkrir sem koma til greina og við tilkynnum það þegar tímabilið byrjar,“ sagði Solskjær eftir sigur Untied á Perth Glory í æfingaleik í gær.

Ashley Young, sem var varafyrirliði United á síðasta tímabili og fyrirliði í flestum leikjum þar sem Valencia spilaði lítið, verður með bandið í þeim æfingaleikjum sem United spilar í sumar.

Young mun hins vegar líklega spila lítið í vetur eftir komu Aaron Wan-Bissaka.

Solskjær var spurður að því hvort Pogba væri einn af þeim sem kæmi til greina og sagði hann einfaldlega já. Inntur eftir frekari útskýringum á því afhverju Pogba kæmi til greina sagði Solskjær: „Ég held það þurfi ekkert að útskýra það.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.