Íslenski boltinn

Gummi Ben með litlu Pepsi Max mörkin í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson,
Guðmundur Benediktsson, Vísir/Vilhelm
Guðmundur Benediktsson mun fara yfir leiki helgarinnar og leiki kvöldsins í Pepsi Max deild karla í tengslum við leik Víkinga og Fylkis í kvöld.Leikirnir um helgina tilheyra níundi umferðinni en liðin í Evrópukeppnunum (Valur, Breiðablik, Stjarnan og KR) voru búin að spila leiki sína í þessari umferð.Pepsi Max marka þáttur kvöldsins verður því lítil útgáfa af þættinum og með nýjan umsjónarmann aðeins í kvöld þar sem Hörður Magnússon er ekki á landinu.Guðmundur lýsir leiknum með Reyni Leóssyni en það verður hálftíma upphitun fyrir leikinn þar sem Gummi Ben og Reynir fara yfir leikina sem voru á laugardag (ÍBV-FH) og sunnudag (HK-KA).Eftir leik Víkings og Fylkis í kvöld verður síðan farið yfir þann leik sem og leik Grindavíkur og ÍA sem fer fram á sama tíma í Grindavík. Þegar þessir leikir eru að baki hafa öll lið deildarinnar spilað tólf leiki í sumar.Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45 og leikurinn í Víkinni byrjar síðan klukkan 19.15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.