Íslenski boltinn

Gummi Ben með litlu Pepsi Max mörkin í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson,
Guðmundur Benediktsson, Vísir/Vilhelm

Guðmundur Benediktsson mun fara yfir leiki helgarinnar og leiki kvöldsins í Pepsi Max deild karla í tengslum við leik Víkinga og Fylkis í kvöld.

Leikirnir um helgina tilheyra níundi umferðinni en liðin í Evrópukeppnunum (Valur, Breiðablik, Stjarnan og KR) voru búin að spila leiki sína í þessari umferð.

Pepsi Max marka þáttur kvöldsins verður því lítil útgáfa af þættinum og með nýjan umsjónarmann aðeins í kvöld þar sem Hörður Magnússon er ekki á landinu.

Guðmundur lýsir leiknum með Reyni Leóssyni en það verður hálftíma upphitun fyrir leikinn þar sem Gummi Ben og Reynir fara yfir leikina sem voru á laugardag (ÍBV-FH) og sunnudag (HK-KA).

Eftir leik Víkings og Fylkis í kvöld verður síðan farið yfir þann leik sem og leik Grindavíkur og ÍA sem fer fram á sama tíma í Grindavík. Þegar þessir leikir eru að baki hafa öll lið deildarinnar spilað tólf leiki í sumar.

Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45 og leikurinn í Víkinni byrjar síðan klukkan 19.15.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.