Krekar dæmdur í tólf ára fangelsi án þess að koma fyrir dóm Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:00 Krekar á sér langa sögu í Noregi. Vísir/EPA Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi. Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi.
Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40
Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32
Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00
Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01