Íslenski boltinn

Hólmfríður með tvö mörk í þriðja sigri Selfoss í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður hefur leikið vel með Selfossi í sumar.
Hólmfríður hefur leikið vel með Selfossi í sumar. vísir/bára
Selfoss vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi Max-deild kvenna þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 3-0, í kvöld.Selfoss er í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi á eftir Þór/KA sem er í 3. sætinu.Þetta var fimmta tap Stjörnunnar í síðustu sex leikjum. Í öllum þessum sex leikjum hefur Garðbæingum mistekist að skora.Staðan í hálfleik var markalaus en á 48. mínútu kom Hólmfríður Magnúsdóttir Selfyssingum yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Barbáru Sól Gísladóttur.Kelsey Wys, markvörður Selfoss, varði tvívegis vel á 65. mínútu og mínútu síðar átti Hólmfríður skot í slá.Á 68. mínútu skoraði Magdalena Anna Reimus annað mark heimakvenna með skoti í varnarmann og inn.Þegar átta mínútur voru til leiksloka skoraði Hólmfríður svo sitt annað mark og þriðja mark Selfoss með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Hólmfríður er komin með fimm mörk deildarmörk í sumar.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.