Fótbolti

Neymar óskar eftir sölu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar vill komast aftur til Barcelona.
Neymar vill komast aftur til Barcelona. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar hefur tjáð Leonardo, yfirmanni knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain, að hann vilji yfirgefa félagið. Sky Sports greinir frá.Neymar hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, Barcelona, í sumar.Hann sneri aftur til æfinga hjá PSG í dag og var ekki lengi að biðja um sölu frá félaginu.Barcelona hefur ekki enn gert tilboð í Neymar en samkvæmt heimildum Sky þarf félagið að bjóða PSG leikmenn í skiptum svo Frakklandsmeistararnir selji þeim brasilíska framherjann. Landi Neymars, Philippe Coutinho, hefur verið nefndur í því samhengi.Leonardo hefur sagt að PSG gæti selt Neymar ef álitlegt tilboð berst í hann og að félagið hefði átt í óformlegum viðræðum við Barcelona.Neymar er dýrasti fótboltamaður allra tíma en PSG greiddi Barcelona um 200 milljónir punda fyrir hann 2017.


Tengdar fréttir

„Neymar má fara“

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.