Íslenski boltinn

Málfríður Erna hætt við að hætta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Málfríður á 33 A-landsleiki að baki.
Málfríður á 33 A-landsleiki að baki. vísir/vilhelm

Það vakti athygli að Málfríður Erna Sigurðardóttir var á varamannabekk Vals þegar liðið vann 0-3 sigur á Þór/KA í stórleik 10.umferðar Pepsi-Max deildarinnar í gær.

Þessi 35 ára gamli varnarjaxl gaf það út fyrir mót í vor að hún hygðist taka sér frí frá knattspyrnuiðkun um óákveðinn tíma.

Hún hefur nú tekið skóna af hillunni en hún sat allan tímann á bekknum í gær.

Málfríður á 33 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og ljóst að endurkoma hennar styrkir Valsliðið en liðið er í harðri og hnífjafnri baráttu við Breiðablik um toppsæti Pepsi-Max deildarinnar.


Tengdar fréttir

Málfríður hætt

Skórnir eru komnir upp í hillu hjá Málfríði Ernu Sigurðardóttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.