Íslenski boltinn

Málfríður Erna hætt við að hætta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Málfríður á 33 A-landsleiki að baki.
Málfríður á 33 A-landsleiki að baki. vísir/vilhelm
Það vakti athygli að Málfríður Erna Sigurðardóttir var á varamannabekk Vals þegar liðið vann 0-3 sigur á Þór/KA í stórleik 10.umferðar Pepsi-Max deildarinnar í gær.Þessi 35 ára gamli varnarjaxl gaf það út fyrir mót í vor að hún hygðist taka sér frí frá knattspyrnuiðkun um óákveðinn tíma.Hún hefur nú tekið skóna af hillunni en hún sat allan tímann á bekknum í gær.Málfríður á 33 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og ljóst að endurkoma hennar styrkir Valsliðið en liðið er í harðri og hnífjafnri baráttu við Breiðablik um toppsæti Pepsi-Max deildarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Málfríður hætt

Skórnir eru komnir upp í hillu hjá Málfríði Ernu Sigurðardóttur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.