Hefur talað fyrir aukinni hernaðarsamvinnu og sambandsríkinu ESB Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 22:30 Von der Leyen er náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Vísir/AP Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15