Íslenski boltinn

Fyrsti útisigur Magna í næstum því 300 daga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnamenn höfðu ekki gert neinar rósir á útivelli í sumar, þar til í Keflavík í kvöld.
Magnamenn höfðu ekki gert neinar rósir á útivelli í sumar, þar til í Keflavík í kvöld. fbl/ernir

Magni gerði góða ferð til Keflavíkur og vann 0-3 sigur á heimamönnum í 12. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld.

Þetta var fyrsti útisigur Magna síðan í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í fyrra, eða í 298 daga. Magnamenn unnu þá ÍR-inga í Mjóddinni, 2-3, og björguðu sér frá falli.

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn framan af í leiknum í kvöld en á 27. mínútu kom Kristinn Þór Rósbergsson gestunum frá Grenivík yfir. Átta mínútum síðar bætti Lars Óli Jessen öðru marki við. Áki Sölvason skoraði svo þriðja mark Magna úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Magni er enn í tólfta og neðsta sæti deildarinnar en aðeins markatölu frá öruggu sæti. Keflavík, sem er án sigurs í fimm leikjum í röð, er í 7. sæti.

Rick Ten Voorde skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í Þórstreyjunni. vísir/bára

Rick Ten Voorde skoraði bæði mörk Þórs í 2-1 sigri á Njarðvík í sínum fyrsta leik fyrir Akureyrarliðið. Hann kom sem lánsmaður frá Víkingi R. í síðustu viku.

Með sigrinum komst Þór upp í 2. sæti deildarinnar. Njarðvík er í því tíunda.

Ten Voorde kom Þórsurum yfir á 5. mínútu en fimm mínútum síðar skoraði Jóhann Helgi Hannesson sjálfsmark og jafnaði fyrir gestina.

Staðan var 1-1 í hálfleik en á upphafsmínútu seinni hálfleiks skoraði Ten Voorde sigurmark Þórs. Hann nýtti sér þá slæm mistök Brynjars Atla Bragasonar í marki Njarðvíkur. Lokatölur 2-1, Þórsurum í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Úr Víkinni í Þorpið

Rick Ten Voorde er á förum frá Víkingi R. Akureyri verður væntanlega næsti viðkomustaður hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.