Íslenski boltinn

Cloé á förum frá ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cloé hefur skorað átta mörk í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Cloé hefur skorað átta mörk í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/vilhelm
Cloé Lacasse yfirgefur ÍBV í byrjun ágúst samkvæmt heimildum Fótbolta.net.Cloé, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV síðan 2015. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í síðasta mánuði.Í samtali við Fótbolta.net sagði Jón Óli Daníelsson, þjálfari ÍBV, ekkert ákveðið með mál Cloé en bætti við að hún væri að skoða tilboð frá nokkrum félögum.ÍBV steinlá fyrir Breiðabliki, 9-2, í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Þetta er í fyrsta sinn í 21 ár sem Eyjakonur fá á sig svona mörg mörk í leik í efstu deild.ÍBV er í 8. sæti deildarinnar með níu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Cloé hefur skorað átta af 15 deildarmörkum Eyjakvenna í sumar.Cloé hefur skorað 51 mark í 76 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.