Erlent

Ep­stein verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jeffrey Epstein bíður nú eftir að réttarhöld yfir honum byrji.
Jeffrey Epstein bíður nú eftir að réttarhöld yfir honum byrji. VÍSIR/AP

Jeffrey Epstein hefur verið neitað um að losna úr haldi gegn tryggingu en hann bíður nú eftir að réttarhöld hefjist yfir honum vegna ákæra um mansal á tugum stúlka sem hann misnotaði auk fleiri brota.

„Saksóknarar hafa lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að hann sé hættulegur öðrum og samfélaginu öllu,“ sagði Richard Berman, dómari í alríkisdómstólnum í Manhattan á þriðjudag. „Ég efa að nokkur trygging geti gert upp fyrir hættuna sem hann er samfélaginu.“

Lögmenn Epstein sóttu um að honum yrði sleppt gegn tryggingu fyrr í þessari viku en dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein yrði sleppt úr haldi gegn tryggingu.

Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu

Epstein hefur setið inni síðan hann var handtekinn þann 6. júlí en hann er ákærður fyrir að hafa misnotað stúlkur árin 2002 til 2005 og voru þær allar börn þegar meint brot áttu sér stað. Sum fórnarlamba hans voru aðeins 14 ára gamlar eins og tekið er fram í stefnunni þar sem hann er ákærður fyrir mansal og samsæri um mansal.

Epstein er á lista yfir kynferðisbrotamenn en hann var sakfelldur fyrir að hafa játað aðild sína að mansali ólögráða barns í Flórída árið 2008 og sat hann inni í 13 mánuði fyrir það. Lögmenn hans halda því fram að eftir það mál hafi hann ekki brotið af sér.

Saksóknarar í málinu segja að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri.

Sjá einnig: Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur

Eftir handtöku Epstein þann 6. júlí fundust á heimili hans staflar af peningaseðlum, tugir demanta og falsað vegabréf, sem þó var útrunnið.


Tengdar fréttir

Epstein kveðst saklaus

Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.